Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur

Hjartalaga smákökur. Þó við séum svo ljónheppin að hafa átt í óteljandi áratugi dag elskenda (piltadag og stúlknadag) hafa margið kosið að gera sér dagamun á Valentínusardaginn. Og af því að Valentínusardagurinn er á næstunni er kjörið að baka hjartalaga smákökur. Þessar eru afar einfaldar og fljótlegar.

Hjartalaga smákökur

2 b möndlumjöl

1 tsk heilhveiti (eða glútenlaust hveiti)

1/4 b kókosolía, fljótandi

2 msk Maple síróp (eða rúmlega það)

smá salt

Jarðarberjachiahlaup:

1 b frosin eða fersk jarðarber

1 1/2 msk síróp

2 msk chia fræ

smá salt

Jarðarberjachiahlaup: Látið jarðarberin þiðna, setjið þau í blandara og maukið vel, bætið saman við sírópi, chia fræjum og salti. Blandið saman. Setjið ofan á smákökurnar.

Blandið saman möndlumjöli, heilhveiti, kókosolíu, sírópi og saltið með sleif. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, mótið litlar hjartalagakökur með höndunum, hafið smá dæld í miðjunni og setjið jarðarberjachiahlaupið þar, ca eina tsk á hverja köku. Bakið í 10 mín við 170°

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.