Appelsínumöndlukaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka, yndisleg og ljúf kaka, sætur angan fyllir vitin, sérhver biti kætir svanga eins og draumur.

Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Appelsínumöndlukaka

2 dl möndlur (heilar og með hýði)

1 dl (hrá)sykur

2 dl hveiti

2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

rifinn börkur af 2 appelsínum

1 tsk vanilla

4 egg

1 dl  ólívuolía

25 g furuhnetur

gróft saxaðar möndlur til skrauts
Hakkið möndlurnar gróft í matvinnsluvél, eða saxið. Blandið saman sykrinum, hveiti, lyftidufti, salti, möndlum, appelsínuberki og vanillu í skál. Bætið eggjum samanvið, eitt í einu á meðan þú lætur þeytarann ganga og loks olíu.
Helltu deiginu beint í kringlótt kökuform (c.a.22 cm í þvermál).  Stráðu svo furuhnetunum yfir herlegheitin.
Bakið við 175° í um 30 mín. Stráið söxuðum möndlum yfir þegar hún er nýkomin úr ofninum og flórsykri ef vill.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *