Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

Kókosbolludraumur föstudagskaffi listaháskólinn Kókosbolludraumur – föstudagskaffi alveg hreint sjúklega gott Kókosbollur, kókosbollueftirréttur eftirréttur desert lady fingers, sérrý, rjómi, ávextir, súkkulaði, jarðarber björk jónsdóttir söngkona kókosbolla völu kókosbollur
Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

Kókosbolludraumur

Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira” Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu 🙂

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFIKÓKOSBOLLUR — LISTAHÁSKÓLINNRICE KRISPIESMARENGSSNICKERS

.

Kókosbolludraumur

20 ca. Lady fingers kökur

2 dl sérrý yfir eða annar safi

1/2 l rjómi þeyttur

4-5 kókosbollur

1 Rice krispies botn eða venjulegur marengsbotn (má sleppa)

Jarðarber, bláber, mangó og kíwi og bananar eða aðrir ávextir

2 Snickers.

Raðið Ladyfingers í form, hellið sérrýi/vökva yfir. Bætið kókosbollum saman við þeytta rjómann með sleikju. Brjótið Rice krispies niður og blandið saman við með sleikjunni og setjið yfir Ladyfinger kökurnar (má líka nota makkarónur)

Skerið ávextina niður og raðað ofan á. Skerið Snickers í bita og setjið yfir.

-Í upphaflegu uppskriftinni voru 50 g af súkkulaði og Snickers brætt saman og hellt yfir. Þið ráðið hvora aðferðina þið notið.

Kókosbolludraumur með þunnu lagi af sítrónusmjöri yfir. Hér er enginn marengs og makkarónukökurnar voru muldar gróft saman við rjómann

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFIKÓKOSBOLLUR — LISTAHÁSKÓLINNRICE KRISPIESMARENGSSNICKERS

— KÓKOSBOLLUDRAUMUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.