Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar, haframjöl, Grímseyjarbrauð heimavist, kanell kanill negull engifer Tunguholt Skólaferðalag heimavistarskóli Fáskrúðsfjörður. Sigmundur vilborg jóhanna þorsteinn óskar TUNGUHOLTSSKÓLI albert guðný Steinvör dagbjört einar hjörtur oddur guðmundur kristmundur steinn karen þórhildur helga Fáskrúðsfjörður tunguholt heimavistarskóli negull kanill fáskrúðsfjörður TUNGA
Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum. Eftir krókaleiðum varð ég mér úti um uppskriftina sem er hér lítið breytt en brauðið er alveg jafn gott og þarna um árið.

.

KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTIFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Kryddbrauð Guðrúnar

6 dl hveiti
6 dl haframjöl
1 1/2 dl sykur
1/2 tsk salt
4-5 dl (soja)mjólk
4 tsk natron
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk engifer

Allt hrært saman, sett í brauðform og bakað við 150° í um klst.

Tunguholt Skólaferðalag heimavistarskóli Fáskrúðsfjörður. Sigmundur vilborg jóhanna þorsteinn óskar albert guðný Steinvör dagbjört einar hjörtur oddur guðmundur kristmundur steinn karen þórhildur helga Fáskrúðsfjörður
Nemendur í Tunguholtsskóla í skólaferðalagi. Mér sýnist ég vera fjórði frá hægri í öftustu röð 🙂
Kryddbrauð Guðrúnar kanell kanill negull engifer
Kryddbrauð Guðrúnar

.

KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTIFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— KRYDDBRAUÐ GUÐRÚNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.