Bláberjaterta með hvítu súkkulaði – silkimjúk og góð

Bláberjaterta með hvítu súkkulaði – silkimjúk og góð bláberjakaka 17. júní þjóðhátíðarterta terta kaka hvítt bláber kaffimeðlæti
Bláberjaterta með hvítu súkkulaði – silkimjúk og góð

 Bláberjaterta með hvítu súkkulaði

Góðir Íslendingar! 17. júní tertan tilbúin, óskaplega bragðgóð og mjúk. Við megum ekki gleyma hvíta súkkulaðinu, það er gott líka. Já og það hverfur líka úr súkkulaðiskúffunni minni…. (eins og sjá má hér neðst á síðunni). Silkimjúk bláberjaterta sem rennur niður með góðum kaffibolla. Gleðilegan þjóðhátíðardag með gleðilegri bláberjatertu 🙂

HVÍTT SÚKKULAÐITERTUR17. JÚNÍ BLÁBER

🇮🇸

Bláberjaterta með hvítu súkkulaði vanilla
Bláberjaterta með hvítu súkkulaði – silkimjúk og góð

Bláberjaterta með hvítu súkkulaði

Botn:

1 pk Graham kex
50 g smjör, brætt
3 msk olía
1 tsk sykur
200 g hvítt súkkulaði, brætt
1/2 tsk salt

Fylling:

1 ds rjómaostur
1 msk sykur
1/3 b rjómi
1 egg
2 tsk vanilla
2 b (frosin) bláber

Botn: myljið kexið (t.d. í matvinnsluvél) og bætið saman við það smjöri, olíu, sykri, súkkulaði og salti. Blandið vel saman og þjappið því í kringlótt form (og líka upp með hliðunum). Kælið á meðan fyllingin er undirbúin.

Fylling. Þeytið í hrærivél rjómaost og sykur. Bætið við rjóma, eggi og vanillu og hrærið vel saman. Hellið yfir botninn og dreifið 2/3 af bláberjunum yfir. Bakið við 150° í rúmlega klst. Þegar kakan er bökuð er restinni af bláberjunum dreift jafnt yfir og þeim ýtt aðeins ofan í. Tertan verður að ná stofuhita áður en hún er borin á borð því annars rennur hún út um allt. Enn betra er að kæla hana og bera þannig fram.

Hvítt súkkulaði
Súkkulaðið á þessum bæ á það til að rýrna…
IMG_9028
Bláberjaterta með hvítu súkkulaði

.

HVÍTT SÚKKULAÐITERTUR17. JÚNÍ BLÁBER

— BLÁBERJATERTA MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.