Bounty terta – eiginlega alveg sjúklega góð

Baunty terta

Bounty terta. Uppáhaldsnammið mitt þegar ég var lítill var Bounty og uppáhaldið mitt í Mackintoshinu voru kókosmolarnir. Núna finnst mér það allt of sætt og smakka Bounty sjaldan. En hvað um það, þessi terta er aftur á móti mjög góð, eiginlega alveg sjúklega góð. Hrátertur eins og þessi eru oft betri daginn eftir, gott að hafa í huga ef þið eruð í tímahraki. Og smá leyni í lokin, það er mjög gott að setja smá chili saman við botninn (framan á hnífsoddi eins og sagt var í gamla daga)

Bounty terta

1 b döðlur

2 1/2 b kókosmjöl

1/4 b kókosolía

1/2 b kasjúnnetur

rifinn börkur af einni appelsínu

1 tsk vanilla

salt

krem:

100 g dökkt gott súkkulaði

2 msk kókosolía

Skerið döðlurnar frekar smátt og leggið í bleyti ásamt kasjúhnetum í um 20 mín. Hellið mesta vatninu af og maukið í blandara. Bætið við kókosolíu, kókosmjöli, appelsínuberki vanillu og salti og blandið áfram í stutta stund. Setjið kringlótt mót á tertudisk, þrýsið „deiginu” þar í.

Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði og hellið yfir tertuna. Kælið í amk klst. eða yfir nótt.

5 thoughts on “Bounty terta – eiginlega alveg sjúklega góð

Leave a Reply to admin Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *