Bounty terta – eiginlega alveg sjúklega góð

Baunty terta, hráterta, kaka, súkkulaði, raw food Bounty erta – bántí eiginlega alveg sjúklega góð
Bounty terta

Bounty terta

Uppáhaldsnammið mitt þegar ég var lítill var Bounty og uppáhaldið mitt í Mackintoshinu voru kókosmolarnir. Núna finnst mér það helst til of sætt og smakka sjaldan. En hvað um það, þessi terta er aftur á móti mjög góð, eiginlega alveg sjúklega góð. Hrátertur eins og þessi eru oft betri daginn eftir, gott að hafa í huga ef þið eruð í tímahraki. Og smá leyni í lokin, það er mjög gott að setja smá chili saman við botninn (framan á hnífsoddi eins og sagt var í gamla daga)

— HRÁTERTUR — BOUNTYKAFFIMEÐLÆTIMACKINTOSH

.

Bounty terta

1 b döðlur
2 1/2 b kókosmjöl
1/4 b kókosolía
1/2 b kasjúnnetur
rifinn börkur af einni appelsínu
1 tsk vanilla
1/3 salt

krem:

100 g dökkt gott súkkulaði
2 msk kókosolía

Skerið döðlurnar frekar smátt og leggið í bleyti ásamt kasjúhnetum í um 20 mín. Hellið mesta vatninu af og maukið í blandara. Bætið við kókosolíu, kókosmjöli, appelsínuberki vanillu og salti og blandið áfram í stutta stund. Setjið kringlótt mót á tertudisk, þrýsið „deiginu” þar í.

Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði og hellið yfir tertuna. Kælið í nokkra klukkustundir eða yfir nótt.

.

— HRÁTERTUR — BOUNTYKAFFIMEÐLÆTIMACKINTOSH

— BOUNTY TERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.