Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka

Tómatbaka með Dijon. Tómatar eru himneskir á bragðið og ættu að vera sem oftast á borðum. Svo er þægilegt að eiga frosið smjördeig í frysti til að grípa til, hvort heldur er til að útbúa svona böku eða annað. Ef ykkur finnst Dijon sinnep of sterkt þá má að sjálfsögðu nota minna af því, blanda því sama við annað sinnep já eða bara nota annað sinnep.

Tómatbaka með Dijon

5-6 plötur smjördeig

2 msk Dijon sinnep

1 Brie ostur (eða ykkar uppáhaldsostur)

5-6 stórir þroskaðir tómatar

1 msk timian

1 tsk extragon

2-3 msk rifinn Parmasan ostur

2 msk ólífuolía

Setjið smjördeigið í eldfast form og þjappið (lokið öllum samskeytum). Dreifið sinnepi yfir, skerið Brie ost í þunnar sneiðar og leggið ofan á sinnepið. Skerið tómata í sneiðar, raðið þeim ofan á, kryddið, setjið oíu yfir og stráið loks rifnum Parmasan osti yfir. Bakið við um 190° í um 40 mín.

Til að forðast allan misskilning þá er myndin tekin áður en bakan fór í ofninn…. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *