Glútenlaust brauð frá Sollu

Glútenlaust brauð

Glútenlaust brauð frá Sollu. Það er alltaf svolítil áskorun að fá fólk með glútenofnæmi eða óþol í kaffi. Þá er nú gott að eiga góða að og eftir smá krókaleiðum fékk ég uppskrift frá Sollu af glútenlausu brauði sem vakti mikla lukku.

Glútenlaust brauð frá Sollu

2 b glútenlausir hafrar

1 b graskersfræ

1 b sólblómafræ

1 b hörfræ

1 b möndlur, saxaðar gróft

1 b kókosmjöl

3/4 b Husk

1/4 b chiafræ

1-2 tsk salt

3 b vatn

1/4 b kókosolía

2 msk hunang

Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið við vatni, kókosolíu og hunangi og hrærið saman. Sátið standa í um 20 mín við stofuhita. Bakið í ílöngu formi við 175° í um 30 mín eða rúmlega það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *