Döðlu-ólífupestó salat

Döðlu-ólífupestó. Var í afmæli hjá Bobbu frænku minni á dögunum og fékk þetta góða pestó. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

Döðlu-ólífupestó

1 krukka rautt pestó

1/2 krukka fetaostur (hreinn) smá af olíunni

1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar

1 1/2 dl döðlur saxaðar

1 1/2 dl steinselja söxuð

1 1/2 dl brotnar kasjúhnetur

2 hvítlauksrif smátt skorin

Allt sett í skál og blandað saman

Gott að geyma i kæli í nokkra tíma.

ATH. Á vafri mínu um netheima sýnist mér þetta salat hafa birst víða – því miður veit ég ekki frá hverjum uppskriftin er komin upphaflega en þessi útgáfa er frá Bobbu 🙂

salat

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *