Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Hin færeyska Túrilla fer á kostum sem sýningarstjóri og Bibba á óborðanlega spretti.  Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði. Á næstu sýningu (sem er uppseld!!!!!!!) Verður boðið uppá þessar osta-spesíur:

Ostaspesíur

1 bolli rifinn lífrænn parmesan ostur

1 egg

1 bolli lífræn sesamfræ

Öllu hrært saman. Notið teskeið til að skammta á bökunarplötuna og smyrjið út þunnar lekkerar skífur.
Bakið við 180°hita i ca. 10 – 15 mínútur.

Gott að fá sér óáfengt lífrænt rauðvín með.
(Bibba segir að “þeir sem eru hvort sem er alltaf á herðatrjánum fá sér bara dræ VodkaGin með!”)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *