Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Lesa meira...

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015

IMG_3723

Pipplingar - 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" "Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"
"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"
"virkilega góð samsetning og góð kaka"

Lesa meira...

Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Heslihnetusmákökur

Heslihnetukaramellukökur - 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars: "Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni" "Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína"
"Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella"
"Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af"

Lesa meira...

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

Lesa meira...

Appelsínudraumur konditorsins – Hannesarholt

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Lesa meira...