Appelsínudraumur konditorsins – Hannesarholt

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Gestgjafinn valdi súkkulaðitertuna í Hannesarholti bestu súkkulaðitertuna á landinu í nýjasta blaðinu. Ég legg ekki meira á ykkur

Appelsínudraumur konditorsins

175 g mjör

160 g sykur

börkur af tveimur appelsínum

3 egg

180 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

2 msk. appelsínusafi

Aðferð:

Rífið niður börkinn á rifjárni, setjið smjör, sykur og appelsínubörk í hrærivél og hrærið létt og ljóst. Bætið einu eggi í einu saman við. Hrærið hveiti, lyftidufti og safa saman við. Bakið við 180°C í ca. 20 mín. Kakan kæld og appelsínusírópi hellt yfir.

Appelsínusíróp:

1 dl. appelsínusafi

70 g sykur

1 msk. Líkjör (Grand Mariner) má sleppa.

Allt sett í pott og hitað að suðu, penslið yfir kökuna

Hjúpur:

150 g dökkt súkkulaði

55 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og hrærið réleg í þar til fallegur glans er kominn. Hellið yfir kökuna.

HannesarholtHannesarholt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *