Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Steinakökur. Eitt af mörgu skemmtilegu sem á fjörur mínar rekur er að dæma í smákökusamkeppni Kornax. Í ár var fjölbreytni áberandi. Fjögurra manna dómnefnd bragðaði á tæplega 150 tegundum sem allar voru góðar. Við tókum svo frá um 30 tegundir sem við smökkuðum á aftur og gáfum einkun. Samdóma álit dómnefndar var að Steinakökur ættu fyrsta sætið skilið.

Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: “Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning” “Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar”
“Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel”
“Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með “krönsí” kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur”

Steinakökur

230 g súkkulaðidropar

3 msk mjúkt smjör

2 egg

1/3 + 3 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Toppur:

1 b niðursoðin mjólk (evaporated milk)

1 b sykur

3 eggjarauður

1/2 b mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

1 1/3 b kókosmjöl, ristað í ofni eða á pönnu

1 1/4 b pekanhnetur, saxaðar

140 g bræddir hjúpdropar, ljósir.

Hitið ofninn í 180°C.
 Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði, hrærið í.

Hrærið saman egg, vanilludropa og sykur í skál, leggið til hliðar.

Hrærið saman hveiti og lyftiduft.

Setjið nú kælt súkkulaði og smjör saman við eggjablönduna og bætið því næst hveitiblöndunni við.

Setjið deig í ísskáp í ca. 10-15 mínútur.

Setjið smjörpappír á bökunarplötu

Setjið með teskeið á klædda bökunarplötu og bakið í ca. 10 mínútur.
Aðferð toppur:

Dósamjólk, sykur, eggjarauður og smjör sett í skaftpott og hitað við meðalhita, hrært þar til þykknar (ca.12 mínútur).

Takið af hitanum og bætið vanilludropum, ristuðu kókosmjöli og pekanhnetum við og hrærið saman.

Kælið í nokkrar mínútur eða þar til hægt er að smyrja ofan á kökurnar.

Skreytið með bræddum dökkum eða ljósum hjúp.

Geymið í kæli í góðu boxi.

Kornax smákökusamkeppni Andrea Ida Jónsdóttir

Vinningshafarnir í smákökusamkeppni Kornax 2015. Andrea Ida Jónsdóttir er í miðjunni, hún sendi inn Steinakökur. Steini er bróðir hennar og hann var MJÖG duglegur að smakka smákökurnar (alveg óbeðinn).

smákökusamkeppni Kornax 2015 smákökusamkeppni Kornax 2015

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.