Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Lesa meira...

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar

Avaxtakaka prestfruarinnar

Ávaxtakaka prestsfrúarinnar. Steinvör bakaði eftir uppskrift mömmu sinnar (og ömmu). Kakan minnti mig bæði á barnaafmælin á Kolfreyjustað og ekki síður á kaffisamsætin að loknum messum. Messukaffin þóttu mér dásamlegar samkundur (en ekki hvað, með öllu kaffimeðlætinu...) og á frá þeim sælar minningar.

Lesa meira...

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Lesa meira...