Appelsínunipplur – verðlaunakökur

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu – já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Appelsínunipplur

250 g hveiti

1 sléttfull tsk lyftiduft

100 g sykur

2 msk vanillusykur

Rifinn börkur af 2 mandarínum

175 g smjör (ekki smjörlíki)

Þeytið saman sykur og létt bráðið smjör. Setjið restina, ásamt möndlumulningi eftir smekk, í deigið og hnoðið létt. Rúllið út. Skerið í hringi og kælið deigið.

Bakið hringi i nokkrar mínútur á 175° þar til þeir eru orðnir hálfbakaðir. Setjið svo kransaköku ofan á og bakið áfram þar til kökurnar eru orðnar gullnar.

Þegar kökurnar eru bakaðar er bræddu suðusúkkulaði, blandað með örlitlu appelsínusúkkulaði, er sprautað yfir eftir smekk.

smákökur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *