Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.  Verum meðvituð  – líka yfir hátíðarnar

Hátíðlegur chiabúðingur

1 1/2 b möndlu- eða kókosmjólk

1/4 b og 2 msk chiafræ

2 1/2 msk hlynsýróp

2 tsk vanilla

1/2 tsk kanill

1/4 tsk engifer

1/4 tsk kardimommur

örlítill negull

Setjið öll innihaldsefnin í skál og hrærið saman. Hellið í fallega skál eða minni glös. Stráið kanil og eða negul yfir. Kælið í amk klst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *