Möndlu- og eplaterta

Anna Valdís möndlukaka eplaterta möndluterta eplakaka kaffimeðlæti terta Anna Valdís Einarsdóttir
Anna Valdís og Albert með Möndlu- og eplatertuna

Möndlu- og eplaterta

Þessi uppskrift birtist í jólablaði Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum, lengi vel var hún í miklu uppáhaldi enda með eindæmum ljúffeng. Því miður man ég ekki hvaðan uppskriftin er fengin en kæmi mér ekki á óvart þó hún væri komin úr fjölmörgum uppskriftabókum og blöðum móður minnar.

Möndlu- og eplaterta
Möndlu- og eplaterta

Möndlu- og eplaterta

150 g smjör

200 g sykur

3 egg

150 g saxaðar möndlur

2 1/2 dl hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

Hrærið vel saman smjör og sykur, bætið eggjunum saman við einu og einu í einu. Setjið loks möndlur, hveiti, lyftiduft, olíu og salt og hrærið áfram um stund. Bakið í tveimur kringlóttum formum í 170° heitum ofni í um 25-30 mín. Látið kólna

Fylling

1 stórt epli

1 dl sérrí

1 askja maskarpone

1/2 b sykur

1 peli rjómi – þeyttur

3 msk. blönduð ávaxtasulta

Afhýðið eplin og skerið þau frekar smátt. Sjóðið þau ásamt helmingnum af sykrinum og sérríinu í um 15 mín. eða þangað til þau eru soðin, maukið með píski. Kælið. Blandið maskarpone saman við þeytta rjómann og loks eplamaukinu. Setjið annan botninn á tertudisk og utan um hann hringinn af tertufrominu. Látið eplarjómann á botninn. Setjið ávaxtasultuna þar ofna á og loks hinn botninn. Geymið í ísskáp í nokkrar klst, eða yfir nótt. Losið hringinn með því að renna heitum hníf í kring.

Skreyting

1 peli rjómi – stífþeyttur

ávextir, möndluflögur og súkkulaði að vild.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.