Paella með sjávarréttum

PaellaPaella

Paella með sjávarréttum. Paellan réttur sem kenndur er við Valencia héraðið á Spáni. Þar er mikil hrísgrjónarækt og hafa hrísgrjón verið snædd þar frá 15. öld. Til eru margar tegundir paellu - sjávarrétta, blönduð og svo framvegis. Algengast er að blanda saman fiski, kjúklingi og svínakjöti og er það gert í paellunni sem hér fylgir. Einnig er þessi paella aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

Lesa meira...

Borðum möndlur og hnetur

Valhnetur Omega 3

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði.. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.

Lesa meira...

Bláber eru holl, mjög holl

blaber

BLÁBER. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði.

Lesa meira...