Hver á að sitja hvar?

Hver á að sitja hvar? raðað til borðs kurteisi borðsiðir etiquette
Hver á að sitja hvar?

Hver á að sitja hvar?

Gott er að hafa í huga að engin tvö matarboð eru eins. Meta þarf í hvert sinn hvernig og hvort raða eigi til borðs.

Það veitir sumum öryggistilfinningu að sitja hjá maka sínum, fólk sem er í tilhugalífinu „verður” að fá að sitja saman svo dæmi séu tekin. Þegar kemur að því að setjast til borðs, getur verið gaman að fara í leik. Til dæmis er hægt að skrifa nöfn á þekktum persónum á blöð, sama nafnið á tvö blöð. Annað nafnið fer við matardiskinn og gestirnir draga úr skál hina miðana. Síðan setjast gestir þar sem „þeirra” persóna er. Einnig má nota lönd, borgir, plöntur, örnefni, skírnarnöfn, lýsingarorð.

Svo er ágætt að hafa bak við eyrað að blanda körlum og konum, ekki hafa karlana alla við annan endann og konurnar við hinn. Bæði kyn hafa gott af blönduninni.

.

— HVAR Á HVER AÐ SITJA? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.