Á réttum tíma

SEINKUN

Á réttum tíma. Það getur komið fyrir alla að seinka. Þá er hægt að hringja eða senda skilaboð, biðjast afsökunar og hvetja til þess að ekki sé beðið með veitingar. Þegar mætt er á staðinn, biðjumst við aftur afsökunar og upplýsum veislugesti hvað tafði okkur (ef það á við). Ef okkur er boðið á ákveðnum tíma þá gerum við allt til þess að mæta á réttum tíma. Gestgjafinn miðar sinn undirbúning við þann tíma sem gestunum er boðið – fimm til sjö mínútna seinkun í matarboð er kannski ásættanleg. Það getur líka verið vandræðalegt að mæta of snemma, gestgjafinn kannski nýkominn úr sturtu….  Við mætum hvorki of seint né snemma – engar afsakanir.

Endilega deilið

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *