Vatnsskortur – drekkum vatn

Vatnsskortur - drekkum vatn
Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR – drekkum vatn

Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

 MATUR LÆKNAR VATN

.

Vatn - Vatnsskortur - drekkum vatn

Hér eru nefnd 13 einkenni sem líkaminn getur sýnt þegar um langvarandi vatnsskort er að ræða:

Þreyta og almennt orkuleysi: Ofþornun verður í vefjum líkamans, oft kallað vessaþurrð, það veldur því að á virkni ensíma og niðurbroti hægist og líkaminn missir orku.

Hægðatregða: Þegar vel tuggður matur fer niður í ristilinn, þá inniheldur hann of mikinn vökva til að formaðar hægðir myndist. Þarmaveggurinn dregur síðan til sín umframvökva úr fæðunni þegar hún ferðast neðar í ristilinn. Ef langvarandi þurrkur er til staðar í ristlinum, sýgur þarmaveggurinn of mikið vatn til sín, til að veita til annarra hluta líkamans og hægðir safnast upp vegna þurrks.

Meltingartruflanir: Ef líkaminn verður fyrir langvarandi þurrki, minnkar seyting meltingarsafa, sem getur leitt til meltingartruflana.

Blóðþrýstingur: Blóðmagn líkamans verður ekki nægjanlegt til að fylla allar slagæðar, bláæðar, ásamt háræðum.

Magabólgur, magasár: Maginn framleiðir slímlag til að vernda slímhúðina í meltingarveginum fyrir súrum meltingarvökvanum. Slímlagsframleiðsla minnkar við mikinn þurrk og súr meltingarvökvinn gerir usla í maganum.

Öndunarfæravandamál: Slímhúðin í öndunarveginum er rök, það verndar öndunarfærin frá óæskilegum efnaeindum sem gætu verið til staðar í loftinu. Ef þurrkur verður í slímhúðinni tapast sú verndun.

Ójafnvægi á sýrustigi líkamans: Vessaþurrð hægir á framleiðslu ensíma og sýrustig hækkar í líkamanum.

Þyngdaraukning og offita: Þorsta er oft ruglað við svengd og er algengt að þá sé meira borðað en líkaminn brennir og því hlaðast aukakílóin á líkamann.

Exem: Líkaminn þarfnast raka til að geta svitnað. Svitinn er nauðsynlegur og losar líkamann við óæskileg eiturefni úr húðinni, sem annars gætu valdið húðvandamálum.

Kólesteról: Vessaþurrð veldur því að vökvi tapast úr frumunum, líkaminn reynir að halda í frumuvökvann með því að framleiða meira kólesteról.

Blöðrubólga, þvagfærasýkingar: Vessaþurrð veldur því að eiturefni safnast í þvagblöðru, þar sem hún tæmir sig sjaldnar. Það getur valdið ertingu og sýkingum í slímhúð þvagfæranna.

Gigt: Vessaþurrð eykur magn og styrk eiturefna í blóði og frumuvökva, sem getur safnast saman og valdið auknum verkjum í liðum líkamans.

Ótímabær öldrun: Vökvamagn í líkama nýfædds barns er um 80%, með aldrinum lækkar þessi prósenta mikið og því er svo mikilvægt að drekka meira vatn eftir því sem við eldumst.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

💧💧

— VATNSSKORTUR – DREKKUM VATN —

💧💧💧

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.