Nammikaka

Nammikaka. Kannski ekki mesta heilsuterta sem til er, en bragðaðist afar vel. Þetta snýst kannski ekki endilega um hvað við borðum á jólum heldur hvað við borðum fram að næstu jólum.

Nammikaka

Marengs:

6 eggjahvítur

350 g sykur

¾ tsk edik

¾ tsk vanillusykur

½ tsk salt

Þeytið allt saman, hægt fyrst svo að sykurinn bráðni, en aukið hraðann smám

saman þar til hvíturnar eru pinnstífar. Smyrjið á bökunarpappír á ofnplötu með

því lagi sem passar á tertudiskinn sem ætlaður er. Bakið við 100°C í 2 klst.

Slökkvið á ofninum án þess að opna hann og leyfið honum að kólna áður en

marengsinn er tekinn út.

Krem:

4 dl rjómi

150 g Hrískúlur eða Nóakropp

100 g Lindubuff

Skraut:

Vínber

Bláber

Þeytið rjómann og blandið saman við Hrískúlurnar. Smyrjið rjómanum á tertuna, þvoið skæri, klippið Lindubuff í ræmur og raðið ofan á, í áttina að miðju. Setjið kökuna í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Raðið vínberjum og e.t.v. bláberjum ofan á áður en tertan er borin fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *