Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Eftir að ég varð fullorðinn fékk ég einhvers staðar brauðsúpu að borða, í henni var uppistaðan fransbrauð og ca þriðjungurinn rúgbrauð. Það þótti mér ekki góð súpa.  Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt. Bæði rúgrauð og maltöl innihalda mikinn sykur þannig að þarf ekki aukasykur. Gerum hvað við getum til að draga úr sykuráti.

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

600 g seytt rúgbrauð

2 1/2 b maltöl

3-4 b vatn

1 msk edik

2-3 msk sítrónusafi

1/2 sítróna í sneiðum

1/2 dl rúsínur

1/3 tsk kanill

1/3 tsk salt

Þeyttur rjómi

Leggið rúgbrauðið í bleyti í maltöli og vatni í 2-3 tíma. Setjið í pott ásamt ediki og sítrónusafa. Sjóðið í 10 – 15 mín. Pískið kekki úr súpunni og bætið við vatni eftir þörfum. Látið að því búnu sítrónusneiðar, rúsínur, kanil og salt saman við. Berið fram með þeyttum rjóma.

Rúgrauðssúpa brauðsúpa IMG_1272 Rúgrauðssúpa brauðsúpa IMG_1274

10 thoughts on “Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

  1. Takk Albert fyrir þessa uppskrift. Brauðsupa með rjoma er i miklu uppahaldi hja okkur mæðgum en einhverra hluta vegna hef eg ekki matreitt hana i aratugi. Uppskriftin þin kom mer af stað og nu biður her fullur pottur af brauðsupu.

  2. Ég mauka hana með töfrasprotanum. Áðurr fyrr var hún marin i gegnum sigti heima hjá mér.

  3. Þessi gamli og góði matur sést alltof sjaldan á borðum!
    Bæði brauðsúpan og lúðusúðan, hvortveggja GOTT 😉

  4. Verð að búa til brauðsúpu fljótlega, hef alltaf sett maltöl, smá sneið af appelsínu líka en aldrei edik, prófa það kannski næst. Það er líka ótrúlega gott að hafa vanilluís út á hana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *