Mega konur varalita sig við matarborðið?

varalitur

Mega konur varalita sig við matarborðið?  Hér á árum áður mátti alls ekki varalita sig við matarborðið – það þótti fyrir neðan allar hellur og ekki konum sæmandi. En núna erum við frjálslegri og horfum alveg í gegnum fingur okkar þó konur geri það.

Í Svíþjóð þykir eðlilegt og sjálfsagt að konur varaliti sig á meðan á borðhaldi stendur enda gerir Silvía drottning það. Það er a.m.k. ekkert sem bannar konum að varalita sig við matarborðið, hins vegar finnst mörgum meira viðeigandi að varalitun fari fram á snyrtingunni. Sama á við að púðra á sér nefið, laga hárið eða annað slíkt – kannski er best er að þetta fari allt fram á snyrtingunni þar sem lýsing er betri og næði líka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *