Bananabrauð

Bananabrauð. Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð – bökum og bökum 🙂

Bananabrauð

2-3 bananar

2 b hveiti

1/2 b sykur

1/3 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 egg.

Stappið bananana með gaffli og hrærið síðan allt saman. Bakið við 180°C í u.þ.b. 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er í, kemur hreinn út.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *