Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta tarta de sandiago möndluterta möndlukaka kaka terta mundo ferðaskrifstofa Margrét jónsdóttir njarðvík jakobsvegur pílagrímastíg jakobsstígur jakobsvegurinn spánn spænskur matur spænsk terta kaka
Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta

Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Margrét kallar ekki allt ömmu sína og lætur til sín taka víða. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum – hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Pílagrímar úða í sig nokkrum fermetrum af þessu gómsæti þar sem gengið er eftir veginum. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl – þökk sé öllum möndlunm í henni.”

Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

SPÁNNMUNDOMÖNDLUTERTURMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK

.

Pílagrímaterta
Margrét Jónsdóttir Njarðvík með Pílagrímatertur

Pílagrímaterta

1 1/3 b afhýddar heilar möndlur

6 stór egg, aðskilin

1 1/4 b sykur

börkur af einni appelsínu

börkur af einni sítrónu

4 dropar möndlu extrakt

flórsykur til skrauts

Malið möndlurnar í matvinnsluvél. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Bætið við berki og möndluextrakt. Bætið loks við möndlumjölinu.

Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið hvítunum saman við deigið. Bakið við 160° í um 40 mín.  eða þar til kakan er bökuð í gegn. Látið kólna í forminu. Klippið út St. James kross út úr pappír, leggið yfir kökuna og stráið flórsykri þar yfir. Fjarlægið krossinn.

Pílagrímaterta möndlur appelsína sítróna
Pílagrímatertur

— PÍLAGRÍMATERTA TARTA DE SANTIAGO —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla