Möndlu- og ostaterta – ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu

Mondlu- og ostaterta

Möndlu- og ostaterta. Að vísu er enginn ostur í þessari ostatertu en áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu. Alveg silkimjúk fylling og chiliið í súkkulaðinu gerir gæfumuninn. Það er ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu.

Mondlu- og ostaterta

Möndlu- og ostaterta

Botn:

1 1/2 b möndlur

1/2 b mjúkar döðlur

2 msk kókosolía – fljótandi

2 msk vatn

1/3 tsk salt

1 b kókosmjöl

Súkkulaðifylling:

1/4 b maple síróp

1/2 b kakó

1/4 b kókosolía – fljótandi

smá chili

smá salt

Kókosfylling:

2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í ca 2 klst.

1 b kókosrjómi (t.d. harði hlutinn af kókosmjólkinni eftir 30 mín í ísskáp)

1 tsk vanilla

1/4 b maple síróp

4 msk kókosolía – fljótandi

2 msk sítrónusafa

Botn: Setjið möndlur, döðlur, kókosolíu, vatn og salt í blandara og maukið (samt ekki of fínt), blandið kókosmjöli saman við. Setjið hringinn af kringlóttu litlu formi á tertudisk og þjappið „deiginu” þar ofan í. Kælið

Súkkulaðifylling: Blandið öllu saman í skál, hrærið kekkjalaust. Hellið yfir deigið og kælið.

Kókosfylling: Hellið vatninu af hnetunum, setjið þær í matvinnsluvél ásamt kókosrjóma, vanillu, sírópi, kókosolíu og sítrónusafa. Maukið vel. Hellið yfir súkkulaðifyllinguna. Kælið. Látið bíða í 4-6 tíma í ísskáp eða yfir nótt (sem er ennþá betra).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *