Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.

Marokkóskir snjóboltar

2 1/2 b hveiti

1/2 b sykur

1/2 b olía

2 egg

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

2 b kókosmjöl

1 b apríkósusulta

Hrærið eggjum og olíu saman, bætið við sykur, lyftidufti, salti, vanillu og loks hveiti.

Mótið litlar bollur og bakið þær við 180° í um 10 mín. Látið kólna.

Velgið apríkósusultuna örlítið. Veltið bollunum upp úr henni og síðan uppúr kókosmjölinu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *