Bláberjaterta – undurgóð og silkimjúk

Bláberjaterta DSC01278

Bláberjaterta – raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki – engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber? Þau eru trefjarík, full af C og K vítamínum.  Það er kjörið að eiga frosin bláber og setja út í bústið.

Bláberjaterta DSC01301

Bláberjaterta – raw

Botn

2 b hýðislausar möndlur, lagðar í bleyti í um 20 mín

1 b döðlur, lagðar í bleyti í um 20 mín

1/2 b kókosmjöl

börkur af 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 sítrónu

2 msk kókosolía fljótandi

1/3 tsk salt

Fylling:

2 1/3 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín

1/4 b kókosolía, fljótandi

1/4 b hunang

1 tsk vanilla

safi úr 1/2 sítrónu

Ofan á:

3/4 b bláber

1/4 b hunang

1/4 b kókosolía, fljótandi

smá salt

Botn: Hellið safanum af möndlunum og döðlunum, setjið í matvinnsluvél ásamt kókosmjöli, sítrónusafa, sítrónuberki, kókosolíu og salti. Maukið. Setjið kringlótt tertuform (án botnsins) á tertudisk. Setjið „deigið” þar í og þjappið. Kælið

Fylling: Hellið vatninu af hnetunum, setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel. Hellið yfir botninn.

Ofan á: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of fínt. Setjið ofan á fyllinguna og kælið í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *