Má tala um allt í matarboði?

hlöðver sigurðsson Má tala um allt í matarboði? Etiquette borðsiðir veisla Sætabrauðsdrengirnir Albert Bergþór Ásthildur Sturludóttir Hafþór Gissur Hlöðver eldfim málefni stjórnmál kynlíf trúmál veisla kurteisi
Stóra spurningin er: Má tala um allt í matarboði?

Má tala um allt í matarboði?

Það er mikilvægt þegar við höldum veislu að taka vel á móti gestum, öllum gestum. Verum vel undirbúin, tilbúin, úthvíld og afslöppuð. Gestunum verður að líða vel frá fyrstu mínútu. Eins og gengur sjáum við ekki allt fyrir, t.d. getum við ekki vitað hvaða stefnu spjall gesta getur tekið. Ágætt er að hafa í huga í matarboðum að forðast umræðu um eldfim efni líðandi stundar. Auðvitað getum við ekki alltaf stungið höfðinu í sandinn, en umræðu um hitamál er betra að taka á öðrum vettvangi heldur en þar sem við erum að njóta lífsins og skemmta okkur.

Svo tölum við síður um peninga, kynlíf, laun og helst ekki mikið um fæðingar (hafið það í huga konur).

Þá þykir mörgum hvimleitt að heyra miklar sjúkrasögur. Stundum er samsetning gesta þannig að öllum finnst fyndið að við séum „frjálsleg“ í tali (þið vitið hvað ég á við) og það gengur oft þar sem bara eru karlar eða bara konur, en við þurfum að skynja hvort einhverjum fellur það illa.

Það er freistandi að grobba sig af börnunum sínum, en betra að halda því innan skynsamlegra marka. Dönum þykir ekki heldur æskilegt að tala um barnabörnin sín í matarboðum.

.

BORÐSIÐIRGESTABLOGGARARMATARBOÐ

— MÁ TALA UM ALLT Í MATARBOÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.