Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa -DSC01817

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat – súpur eru sko líka matur 🙂

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

1 heill grillaður kjúklingur, skorinn í bita

60 g smjör

2 tsk karrý

1/2 tsk engifer

1 tsk túrmerik

pipar

negull

2 msk hveiti

1,5 l vatn

kjúklingakraftur

2 msk sítrónusafi

1,5 dl rjómi

1 stórt epli, flysjað og skorið í bita

soðin hrísgrjón

Bræðið smjörið í potti við lágan hita bætið við karrýi, engifer, túrmerik pipar og negul og látið malla í smá stund. Bætið við hveiti og hrærið saman. Setjið loks vatn og kjúklingakraft og sjóðið í um 15 mín. Þá er bætt við sítrónusafa og rjóma og loks eplum og kjúklingabitunum. Setjið í súpudiska og bætið við hrísgrjónum, ca einni msk á hvern disk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *