Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.

Kókosbollusprengja

1 poki makkarónukökur

1 dl sterkt kaffi

1/2 dl sérrý

1/3 tsk salt

1/2 l rjómi

1 ds Grísk jógúrt

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 tsk vanilla

8 kókosbollur

1 b frosin ber

1 b frosin bláber

tæplega einn bolli nammi (t.d. Daim, hrískúlur, Snickers)

Brjótið makkarónukökur í tvennt og setjið í skál. Blandið saman kaffi og sérrýi og hellið yfir. Setjið á botninn á t.d. eldföstu formi (sæmilega stóru) og stráið salti yfir.

Stífþeytið rjómann, bætið vanillu, jógúrt og sítrónusafa saman við og hrærið áfram. Bætið því næst kókosbollum, berjum (frosnum) og namminu og blandið saman með sleif. Setjið kókosbollunammirjómann yfir makkarónukökurnar. Skreytið með ávöxtum, íslenska fánanum eða öðru fallegu

Útskriftarnemendur Leiklistarbrautar Listaháskólans í árlegu útskriftarkaffiKókosbollusprengja - DSC02357

 

Kókosbollusprengja - IMG_3724

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *