Grænmetislasagna Dóru Emils

Lasagna

Lasagna Dóru Emils. Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í þættinum "Gættu að hvað þú gerir maður" En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.

Lesa meira...

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina

Lesa meira...

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Lesa meira...

Tarte à la rhubarbe

Tarte a la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Lesa meira...

Allegrini, ítölsk gæðavín

Allegrini Allegrini

Allegrini, sem valið var víngerðarhús Ítalíu 2016, er einn virtasti vínframleiðandi á Valpolicella svæðinu og miklir frumkvöðlar í aðferðum til vínræktar. Vínekrur Allegrini eru nær allar á svokölluðu „Classico-svæði“ innan Valpolicella sem þykir vera mikið gæðamerki. Fjölskyldan hefur verið í fararbroti víngerðarmanna Valpolicella, síðan á 16 öld og sú reynsla hefur skilað sér mann fram að manni.

Lesa meira...