Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta - DSC02266 Ítölsk brauðterta. Það var heldur betur veisla í síðasta föstudagskaffi vetrarins. Kjartan sló í gegn sem aldrei fyrr með ítalskri brauðtertu. Ætli megi ekki segja að hún hafi runnið út eins og heitar lummur. Hann kom með tvær, önnur var með hvítu brauði en hin grófu. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur aðeins öðruvísi, sæmilega þykkar skonsur og á þær settar salat og síðan skreytt. Vonandi eru einhverjir sem viðhalda svoleiðis brauðtertum.

Ítölsk brauðterta - DSC02346

Ítölsk brauðterta

Fimm brauðtertubrauðsneiðar (fínar eða grófar)

Fylling A

30 g basilika, blöðin söxuð smátt (nokkur blöð geymd fyrir skreytingu)

1 ds sacla bruschettina

250 g Mascarpone ostur

ca 1/2 dós 18% sýrður rjómi

salt og pipar

Setjið allt í skál og blandið saman

Fylling B

1/2 ds Sacla Fiery Chilli Pesto

1 Stóri Dímon ostur (250 g), maukaður

1 dós 18% sýrður rjómi

salt og pipar

setjið allt saman og blandið saman

 

1 agúrka skorin í sneiðar

1 paprika skornar í bita

Kakan sett saman: Skerið skorpuna af brauðinu. Setjið eina brauðlengju á disk, smyrjið ofan á fyllingu A og gúrku þar ofan á. Setjið næstu brauðlengju á og smyrjið með fyllingu B og papriku ofan á.  Næsta lag + gúrka. Endurtakið

Ofan á:

1 dós sýrður rjómi 36%

ca 8 sneiðar parmaskinka

12 – 14 kirsuberjatómatar

ca 15-20 svartar ólífur

fersk basilika blöð til skrauts

tíu ristaðar pekanhnetur

Smyrjið sýrða rjómanum á tertuna, bæði á hliðarnar og ofan á. Skreytið með skinku, tómötum, ólífum, basilíku og pekanhnetum.

Einnig fallegt að skreyta brauðtertuna með t.d. klettasalati. Stráið pekan hnetum yfir.

Uppskriftin birtist á eldhússögum.com en er hér nokkuð breytt í meðförum Kjartans.

Ítölsk brauðterta - DSC02333

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *