Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi

ENGLAND borðsiðir Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi mannasiðir etiquette

Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi

Satt best að segja á flest af þessu við enn þann dag í dag.

Aldrei leika þér með hnífapörin eða mylja niður brauðið

Aldrei setja olnboga á borðið, eða sitja hokinn yfir matnum

Aldrei tala of hátt og yfirgnæfa aðra

Gerðu þitt besta til að halda uppi skemmtilegum samræðum.

Aldrei hósta eða hnerra við matarborðið.

Aldrei rugga stólnum aftur á bak.

Aldrei tala með fullan munninn.

Aldrei opna munninn á meðan þú tyggur. Það er ónauðsynlegt að sýna fólki og leyfa því að heyra hvernig þú tyggur matinn.

Aldrei segja að maturinn sé vondur.

Aldrei stinga brauði ofan í súpuna eða klára sósuna. Það er mjög ókurteist.

Aldrei standa upp frá borðum nema til að afsaka þig eða þegar borðhaldið er yfirstaðið.

Borðaðu ostrur með gaffli.

Ef þú vilt gefa til kynna að þig langi í meira te eða kaffi, settu skeiðina á undirskálina.

Te eða kaffi skal aldrei hella í undirskálina til að kæla það, heldur drukkið úr bollanum.

EF einhver réttir þér matarílát, fáðu þér fyrst, og réttu það svo áfram.

Borðsiðir kaffikanna

.

KURTEISISFÆRSLUR ENGLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.