Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Lesa meira...

Ostakúla

Ostakúla. Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

Lesa meira...

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Lesa meira...

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Lesa meira...

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.

Lesa meira...