Klæðnaður í boðum

Klæðnaður í boðum

Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg, við klæðumst fallegum fötum sem okkur líður vel í. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla – og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.

— BORÐSIÐIRVINKVENNAKAFFIKAFFIBOÐ

.

Í giftingarveislur förum við í okkar fínasta. Það er ekki talið æskilegt að konur klæðist svörtu við brúðkaup, svartur er jú sorgarlitur. Ef brúðurin er hvítklædd forðast konur að mæta hvítklæddar, þær mega ekki draga athyglina frá brúðinni

Síðan munum við að pússa skóna okkar og dömur passið að taka penu veskin ykkar með í veislurnar. Ekki þessi stóru því þjónarnir reka tærnar endalaust í þau 😉

Klæðnaður í boðum etiquette Kata Kolbeins Vigdís Elín Vilborg Gunna Stína Sólrún Steinunn Vildís
Sumarlega klæddar dömur í síðdegiskaffiboði

Sé boðið til hirðar er nánast undantekningalaust kveðið á um klæðnað, á Bessastöðum er árlega haldin kjólfataveisla (kjólföt og síðir kjólar). Erlendis oft mjög nákvæmlega sagt til um klæðnað t.d morning suit, White tie, Lounge Suit, tuxedo, hunting suit.

Síðsumar ár hvert held ég kvennakaffiboð eins konar framlenging á sumrinu. Konurnar eru beðnar að koma sumarlega klæddar. Meðfylgjandi myndir eru úr slíku boði.

— BORÐSIÐIRVINKVENNAKAFFIKAFFIBOÐ

— KLÆÐNAÐUR Í BOÐUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.