Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum

1 Brie ostur

4 msk. fíkjusulta

⅓  bolli þurrkaðar fíkjur, skornar í sneiðar

⅓ bolli pistasíur, afhýddar

⅓ bolli valhnetur, saxaðar gróft

Mýkið fíkjusultuna í potti á lágum hita og slökkvið undir. Bætið fíkjum, pistasíum og valhnetum saman við og hrærið saman. Setjið Brie ostinn í eldfast form, hellið úr pottinum yfir og setjið álpappír yfir.

Bakið í u.þ.b. 12 mín. við 190°C. Berið fram beint úr ofninum með kexi eða snittubrauði.

 

F.v. Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *