Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

bakaður ostur Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum gráfíkjur pistasíur – Þrusugott
Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum

Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.

BRIEBAKAÐUR OSTURFRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURPÁLÍNUBOÐ

.

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum

1 Brie ostur

4 msk. fíkjusulta

⅓  bolli þurrkaðar fíkjur, skornar í sneiðar

⅓ bolli pistasíur, afhýddar

⅓ bolli valhnetur, saxaðar gróft

Mýkið fíkjusultuna í potti á lágum hita og slökkvið undir. Bætið fíkjum, pistasíum og valhnetum saman við og hrærið saman. Setjið Brie ostinn í eldfast form, hellið úr pottinum yfir og setjið álpappír yfir.

Bakið í u.þ.b. 12 mín. við 190°C. Berið fram beint úr ofninum með kexi eða snittubrauði.

Stefán jóhanna albert sigurbjörg andrea elva bára Blað franskra daga Fáskrúðsfjörður franskir dagar
F.v. Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára 

.

BRIEBAKAÐUR OSTURFRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURPÁLÍNUBOÐ

— BAKAÐUR BRIE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.