Ostakúla

ostakúla andrea sigurðardóttir rjómaostur
Ostakúla

Ostakúla

Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

OSTAKÚLURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Ostakúla

400 g rjómaostur (í bláa boxinu)

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 poki hunangsristaðar hnetur

Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.  Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.

Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr.

Fáskrúðsfjörður árgangur 1966 stefán geir jóhanna albert sigurbjörg andrea elva bára

Hluti af bekknum mínum úr grunnskóla hittist á dögunum og þá kom Andrea með ostakúluna góðu

— OSTAKÚLA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.