Ostakúla

Ostakúla. Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.

Ostakúla

400 g rjómaostur (í bláa boxinu)

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 poki hunangsristaðar hnetur

Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.  Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.

Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr.

1966

Hluti af bekknum mínum úr grunnskóla hittist á dögunum og þá kom Andrea með ostakúluna góðu

2 thoughts on “Ostakúla

  1. Sæll og takk fyrir að fa að fylgjast með 😍
    En ostakulan sem maður fekk hja osta og smjörsölunni er hun svipuð þessari
    Kv. Elisabet Maack

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *