Sírópslengjur – renna út eins og heitar lummur

Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum.

Lesa meira...

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.

Lesa meira...

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Lesa meira...