Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur. Ingveldur hefur komið áður við sögu á þessari síðu, hún útbjó sítrusaprikósumarmelaði

 Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01748

Súkkulaðimúslíhafrakex

480 g hveiti

200 g sykur eða minna. Fer eftir því hversu sætt múslíð er eða smekk hvers og eins.

500 g smjör

240 g haframjöl

360 g súkkulaðimúslí

2. tsk lyftiduft

1 ½ tsk. matarsóti

2 egg

Hnoðað, flatt út og kökur mótaðar eftir smekk. Bakað við 180°C í miðjum ofni í ca. 12 mínútur.

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01712Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01742

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *