Álfacafé á Borgarfirði eystra

IMG_4666 IMG_4669 IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Þar fyrir utan er Borgarfjörður einstaklega fallegur og þangað er notalegt að koma. Held að besti staður til að sjá lunda í varplendi sínu sé á Borgarfirði.

En hvað um það, einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum.

Fleiri og fleiri veitingahúsaeigendur hafa áttað sig á því að betra er að hafa fáa og góða rétti á boðstólnum – mjög góða. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu á Álfacafé sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð. Þó ég hafi komið oft á Álfacafé hef ég aldrei fengið mér annað að borða en fiskisúpuna góðu.

Texti: Albert Eiríksson (albert.eiriksson (hjá) gmail.com)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *