Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

Álfacafé á Borgarfirði eystra álfakaffi álfasteinn borgarfjöður eystri kalli sveins karl sveinsson fiskverkun
Álfacafé á Borgarfirði

Álfacafé á Borgarfirði eystra

Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Þar fyrir utan er Borgarfjörður einstaklega fallegur og þangað er notalegt að koma. Held að besti staður til að sjá lunda í varplendi sínu sé á Borgarfirði.

En hvað um það, einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum.

— BORGARFJÖRÐUR EYSTRI

.

IMG_4666
Fiskisúpan góða á Álfacafé á Borgarfirði

Fleiri og fleiri veitingahúsaeigendur hafa áttað sig á því að betra er að hafa fáa og góða rétti á boðstólnum – mjög góða. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu á Álfacafé sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð. Þó ég hafi komið oft á Álfacafé hef ég aldrei fengið mér annað að borða en fiskisúpuna góðu.

IMG_4669
Á pallinum við Álfacafé
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.