Vegan Brownies

Vegan Brownies. Ó hvað er gaman að „lenda í” kaffiboði. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Eva Halldóra, Þorvaldur og Hallveig héldu okkur dásamlegt kaffiboð. Það er svo ljúft að sitja með skemmtilegu fólki og borða kökur og drekka kaffi. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Vegan Brownies

2 b hveiti

1 b sykur

3/4 b kakóduft

100 g dökkt súkkulaði skorið í bita

2 msk hnetusmjör

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 b vatn

1 b góð olía

1 tsk vanilla

Setjið allt í stóra skál og hrærið vel saman. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið deiginu yfir, sléttið úr. Bakið við 25 – 30 mín við 175°

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *