Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa, ganga eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

 1 laukur
2 msk olía
1 sæt kartafla skorin í bita (ca 3 bollar)
1 stórt spergilkálshöfuð, skorið í bita (ca 2 bollar)
1 ds niðursoðnar kjúklingabaunir, soðinu hellt af og þær skolaðar
1 ds niðursoðnir tómatar í bitum
2 ds kókosmjólk
1/3 b kínóa
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 msk ferskur engifer, saxaður smátt
1 msk túrmerik
1 msk tamari sósa
1-2 tsk grænmetiskraftur
smá chili
1 1/2 b vatn
salt og pipar
Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu í sæmilega stórum potti. Bætið öllum hráefnum saman við og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst eða þangað til sætu kartöflurnar eru meirar.
hlauparamatur
Þessar uppskriftir birtust í sérblaði Fréttablaðsins fyrir hlaupara

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *