Sírópslengjur – renna út eins og heitar lummur

Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum. Þegar ég var lítill átti ég það til að borða aðeins of mikið af því. Við eigum til að vanmeta gömlu góðu uppskriftirnar eða gleyma þeim. Stundum hef ég minnkað sykurmagn verulega í gömlum uppskriftum.

Sírópslengjur

400 g hveiti

200 g sykur

200 g smjörlíki

1 egg

1 tsk. natron (matarsódi)

1 tsk. kanill

1 msk. síróp

1/2 tsk salt

Blandið öllu saman og hnoðið í hrærivél, rúllið í lengjur, setjið á plötu og þrýstið ofan á. Bakað við 200°C. í ca 10 mín

Skorið lengjurnar í bita á meðan þær eru heitar.

1966

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *