Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu. Ó hvað kryddbrauð er gott, bæði ilmurinn sem kemur þegar það er í ofninum og líka nýbakað brauðið með góðu viðbiti. Einfalt og gott

Kryddbrauð mömmu

3 dl hveiti

3 dl haframjöl

2 dl sykur

1 tsk. kanill

1 tsk. engifer

1 tsk. negull

2 tsk. matarsódi

3 dl mjólk

1 stórt egg

Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.

Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.

Gott að bera fram með smjöri og osti.

Þetta góða brauð kom Elfa Bára bekkjarsystir mín úr grunnskóla með þegar við hittumst fyrr í sumar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *