Viltu sleppa við að strauja dúkana? Hér er svarið

Viltu sleppa við að strauja dúkana? Hér á bæ eru blautir dúkar hengdir á slár sem festar eru upp í loft bæði úti á svölum og fyrir ofan svefnherbergisgluggann. Ágætt er að nota sterkar gardínustangir.

Buxnaherðatré eru klemmd neðst á dúkana og lóð hengd þar á. Gott er að strekkja dúkinn vel þversum. Hann verður ótrúlega sléttur þegar hann þornar, en best er að vindan sé sem allra minnst.

Blettir. Stundum er búið til drullumall úr uppþvottaefni og sjóðandi  vatni á erfiðustu bletti, en ef smáblettur skyldi hafa sloppið undan meðferðinni, er sólin undraverður blettaeyðir.

Á alla venjulega bletti er yfirleitt notað Vanish duft sem hellt er á sjóðandi vatni svo að það leysist vel upp. Látið liggja í nokkrar mínútur áður en nuddað er og skolað.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *