Viltu sleppa við að strauja dúkana? Hér er svarið

blettur í dúk Viltu sleppa við að strauja dúkana? rauðvínsblettur rauðvín í dúk hvernig á að losna við bletti úr dúkum blettir dúkar Hér er svarið dúkar strauja straujárn
Dúkur strekktur

Viltu sleppa við að strauja dúkana?

Hér á bæ eru blautir dúkar hengdir á slár sem festar eru upp í loft bæði úti á svölum og fyrir ofan svefnherbergisgluggann. Ágætt er að nota sterkar gardínustangir.

DÚKARSERVÍETTURMATARBOÐ

.

Buxnaherðatré eru klemmd neðst á dúkana og lóð hengd þar á. Gott er að strekkja dúkinn vel þversum. Hann verður ótrúlega sléttur þegar hann þornar, en best er að vindan sé sem allra minnst.

Blettir. Stundum er búið til drullumall úr uppþvottaefni og sjóðandi  vatni á erfiðustu bletti, en ef smáblettur skyldi hafa sloppið undan meðferðinni, er sólin undraverður blettaeyðir.

Á alla venjulega bletti er yfirleitt notað Vanish duft sem hellt er á sjóðandi vatni svo að það leysist vel upp. Látið liggja í nokkrar mínútur áður en nuddað er og skolað.

.

— DÚKARNIR STREKKTIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.